Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun leitar að landvörðum til starfa um allt land. Um er að ræða heilsdagsstörf sem unnin eru í vaktavinnu en ráðningartími í störfin er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf á vormánuðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.

Starfssvæðin eru eftirfarandi:

  • Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
  • Vesturland
  • Sunnanverðir Vestfirðir
  • Friðland Svarfdæla
  • Mývatnssveit og Goðafoss
  • Austurland
  • Dyrhólaey, Skógafoss og Fjaðrárgljúfur
  • Gullfoss og Geysir
  • Friðland að Fjallabaki og Hrauneyjar
  • Kerlingarfjöll og Hveravellir
  • Þjórsárdalur.

Umsóknarfrestur um störfin er til 7. febrúar.

Sjá nánar