Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir starfsemi sína á Gullhellu 1 í Hafnarfirði en núverandi starfsleyfi rennur út 1. apríl 2020.

Einnig hefur fyrirtækið sent inn umsóknir um starfsleyfi fyrir fjórar færanlegar malbikunarstöðvar og er fyrirhugað að gefa út starfsleyfi fyrir hverja stöð fyrir sig þar sem settar verði m.a. nánari reglur um hvernig standa eigi að tímabundinni uppsetningu stöðvanna.

Vegna stækkunar á bikstöð fyrirtækisins við Óseyrarbaut hefur fyrirtækið að auki sótt um nýtt starfsleyfi fyrir hana.

Unnið er úr umsóknunum og gerð starfsleyfistillagna. Tillögur að starfsleyfi verða auglýstar opinberlega þegar þær liggja fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfanna verður tekin.