Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Eins og mörgum veiðimanninum mun kunnugt hefur orðið dráttur á birtingu auglýsingar umhverfis- og auðlindaráðuneytis um hreindýrakvóta ársins 2020. 

Nokkuð er um að veiðimenn hafi haft samband við Umhverfisstofnun og lýsi áhyggjum af stuttum umsóknarfresti. Af þeim sökum vill Umhverfisstofnun koma því á framfæri að umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi verður framlengdur frá því sem verið hefur en að jafnaði hefur umsóknarfrestur verið til 15.febrúar. Ítarlega verður staðið að kynningu á umsóknarfresti og tímamörkum þegar þar að kemur.

Einnig vill Umhverfisstofnun árétta að þótt ekki sé enn hægt að sækja um hreindýraveiðileyfi vegna fyrrgreindra orsaka er hægt að fara inn á www.ust.is/veidimenn , skila inn veiðiskýrslu og/eða sækja um endurnýjun veiðikorts. Með því má spara tíma áður en opnað verður fyrir umsóknir um veiðileyfi á hreindýrum.