Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Ársáætlun Umhverfisstofnunar fyrir árið 2020 er komin út. Í henni er að finna yfirlit yfir þau verkefni sem samþykkt hefur verið að vinna árinu í samræmi við stefnu stofnunarinnar og stjórnvalda.

Hjá Umhverfisstofnun eru tólf fagteymi meginstoðirnar í starfsemi stofnunarinnar og stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum á landinu, þ.e. Akureyri, Egilsstöðum, Hellu, Hellissandi, Ísafirði, Mývatni, Patreksfirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum.  Í því felst tækifæri til að ráða starfsfólk óháð búsetu. 

Með framsýni og samstarfi náum við árangri fyrir komandi kynslóðir og náttúruna.