Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Útdráttur hreindýraveiðileyfa 2020 mun fara fram laugardaginn 14. mars, kl 14:00. Að öllu óbreyttu fer útdráttur fram í fyrirlestrasal á neðstu hæð Menntaskólans á Egilsstöðum. Þá verður hægt að fylgjast með á staðnum. Útdrátturinn verður sendur beint út á heimasíðu Umhverfisstofnunar, umhverfisstofnun.is. 

Alls bárust ríflega 2900 umsóknir í þau 1325 veiðleyfi sem í boði eru. Eru það heldur færri umsóknir en seinustu ár.