Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í ljósi aukins áhuga á fjarfundum undanfarið hefur Umhverfisstofnun útbúið 12 góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd. Þrátt fyrir að aukinn áhugi fyrir þessu fundarformi sé að einhverju leyti sprottinn af áhyggjum um smithættu hafa fjarfundir einnig marga aðra góða kosti, m.a. að auka skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma á milli funda ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða.

Umhverfisstofnun er með starfstöðvar um allt land og hefur góða reynslu af fjarfundum. Fjarfundatækni hefur þróast mikið á undanförnum árum og býður upp á lipurt og nýstárlegt samstarf sem ekki er alltaf mögulegt með hefðbundnu fundarhaldi. Vonast má til að áhuginn á þessari frábæru tækni sé ekki tímabundinn heldu opni augu margra vinnustaða fyrir því að nýta sér þennan möguleika til frambúðar. 

Umhverfisstofnun hvetur alla til að styðjast við ráðin tólf um fjarfundi ásamt því að dreifa þeim að vild og stuðla þannig að vönduðum, afkastamiklum og umhverfisvænum fjarfundum. 

Ná í skjal fyrir 12 ráð fyrir fjarfundi: