Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út landsáætlun um mengunar- og hollustuháttaeftirlit með atvinnustarfsemi fyrir árið 2020. Hún nær til eftirlits á vegum Umhverfisstofnunar og eftirlits heilbrigðiseftirlitssvæðanna og myndar þann heildarramma sem mengunarvarna- og hollustuháttaeftirlit skal grundvallast á. Þar eru lagður sameiginlegur grunnur Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlitssvæða að áhættumati til ákvörðunar á tíðni vettvangsheimsókna í eftirliti og áherslur í eftirliti 2020. Auk þess hafa verið unnin leiðbeinandi viðmið við framkvæmd eftirlits og eftirfylgni frávika.

Markmiðið með landsáætlun um eftirlit er að auka samræmingu eftirlits á landinu öllu og ná fram sífellt meiri fylgni við reglur um mengunarvarnir og hollustuhætti.

Einnig hefur Umhverfisstofnun gefið út áætlun um reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar árið 2020. Í þeirri áætlun er nánar gert grein fyrir fyrirkomulagi eftirlits og áherslur í eftirliti fyrir þá starfsemi sem fellur undir eftirlit Umhverfisstofnunar.  

Sjá nánar hér