Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Malbikstöðina ehf. sem hyggst hefja rekstur malbikunarstöðvar að Koparsléttu 6-8, Reykjavík. 

Tillagan gerir ráð fyrir að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 160 t/klst. af malbiki. Þá verður heimilt að reka tengda starfsemi og þjónustu, að vera með allt að 200 m3 birgðir af biki og olíu á starfssvæðinu í litlum geymum og eldsneyti á lóð, allt að 40 m3. Starfsemin skal rekin í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 884/2017, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Einnig er lagt til að rekstraraðila verði heimilt að endurvinna malbik og framleiða bikþeytu.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsóknargögnun frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 7. apríl til og með 5. maí 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin. Ef óskað verður eftir kynningarfundi fyrir almenning vegna auglýsingar starfsleyfistillögunnar mun Umhverfisstofnun athuga möguleika á að halda kynningarfund á netinu.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi 1. apríl s.l. breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi sem felur í sér að starfrækja má, að fengnu starfsleyfi, malbikunarstöð á lóðinni nr. 6-8 við Koparsléttu. Borgarráð samþykkti breytinguna á fundi daginn eftir samþykki skipulags- og samgönguráðs.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. maí 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Malbikstöðin ehf. - starfsleyfistillaga
Malbikstöðin ehf. - umsókn um starfsleyfi
Malbikstöðin ehf. - umhverfisskýrsla
Malbikstöðin ehf.  - grunnástand
Besta aðgengilega tækni