Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir 22 sumarstörf á sviði náttúru- og umhverfisverndar í tengslum við átak stjórnvalda um tímabundin störf vegna kórónuveirufaraldursins.

Opnað var fyrir umsóknir um sumarstörfin í morgun, 26. maí, og umsóknarfrestur er til 4. júní. Sækja má um hér.

Boðið er upp á fjölbreytt störf á starfsstöðvum stofnunarinnar á Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Suðurlandi, Suðvesturlandi og Þjóðgarðinum Snæfellsjökli auk Reykjavíkur. 
Háskólanemar geta sótt um störfin en átakið segir til um að umsækjendur séu 18 ára og eldri og á milli anna í námi. Um er að ræða störf í tvo mánuði.

Gert er ráð fyrir að vinna hratt úr umsóknum og við hlökkum til að taka á móti hressum hópi nema til starfa.