Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun tók þann 17. mars 2020 ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Laxa fiskeldi ehf. á nýjum svæðum í Reyðarfirði.

Unnið hefur verið með Matvælastofnun að samræmingu við leyfisútgáfu rekstrarleyfis, en leyfin eru afhent rekstraraðila samtímis skv. 3. mgr. 4. gr. b. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.

Auglýsing starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 29. ágúst til 27. september 2019. Ekki komu fram athugasemdir eða umsagnir við tillöguna. Breytingar voru gerðar við útgáfu starfsleyfis vegna breytinga á sjókvíeldissvæðum sem Matvælastofnun skilgreinir. Einnig var tekin upp skilgreining á lífmassa í umfangskafla starfsleyfisins í stað ársframleiðslu. Þá var fellt niður ákvæði þéttleika lífmassa sem ekki var talið eiga við í samhengi starfsleyfisins.
Umhverfisstofnun telur að kröfur og vöktun sem tilgreind eru í starfsleyfinu séu líkleg til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og feli í sér samþættar mengunarvarnir og stuðli að því að vel verði fylgst með umhverfisáhrifum. Stofnunin telur að þau umhverfisáhrif sem mun líklega verða vart við verði helst staðbundin og að mestu afturkræf áhrif. Stofnunin telur að staðarval eldissvæða sé til þess fallið að lágmarka áhrif eldisins. 
Umhverfisstofnun telur að umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og að matsferlið í heild sé traustur og lögmætur grundvöllur fyrir útgáfu starfsleyfis.

Starfsleyfi Laxa fiskeldi ehf.