Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: 3Z ehf.
Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá 3Z ehf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra sebrafiska (Danio rerio) í rannsóknaraðstöðu sinni í Háskólanum í Reykjavík að Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.

Í umsókninni kemur fram að ráðgert er að nota erfðabreytta sebrafiska við sjúkdómsrannsóknir. Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið hafa verið tilkynnt um umsóknina.

Háskólinn í Reykjavík hefur haft leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra sebrafiska í sömu aðstöðu sem gildir til 16. desember 2020.

Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis síðar.