Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Nýr vefur Umhverfisstofnunar, samangegnsoun.is, hefur nú verið formlega opnaður. 

Á vefnum má finna alls konar fróðleik tengdan úrgangsforvarnarstefnunni Saman gegn sóun. Fyrst um sinn er þar fróðleikur um plast og textíl og hvernig við getum dregið úr magni úrgangs sem fellur til. Seinna verður bætt við efni um matvæli, raftæki, pappír og umhverfisáhrif bygginga í samræmi við áhersluatriði stefnunnar. 

Við hvetjum alla til að skoða vefinn og fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum:

Saman gegn sóun á instagram

 

Tímalína sem sýnir hvaða flokkar eru í forgrunni hverju sinni í verkefninu.

 

Myndir teknar á lokahófi Spjaraþons þar sem Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar opnaði vefinn formlega.