Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun í samvinnu við Mosfellsbæ og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að endurskoðun á friðlýsingu Varmárósa í Mosfellsbæ.

Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 15. janúar 2021. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna hér.