Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Síðan Surtsey reis úr sæ árið 1963 hafa selir gert sig heimakomna við eyna. Í nýjustu ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands kemur fram að útselslátrið í Surtsey sé orðið það stærsta við suðurströnd landsins. Allt að 73 kópar á norðurtanganum hafi sést í einu yfirflugi. Árið 2017 hafi fjöldi útselskópa verið áætlaður á bilinu 130–140 yfir allan kæpingartímann.
 
Umhverfisstofnun hefur umsjá með Surtsey. Eyjan var friðlýst árið 1965 og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2008.
 

Myndina tók landvörður Umhverfisstofnunar af selum í Surtsey í október 2019 í leiðangri vegna veðurskemmda á skálanum í eynni.