Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd: Laxar Fiskeldi ehf.


Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. að Fiskalóni í Ölfusi. Um er að ræða breytingu á grein 1.2 í starfsleyfi þar sem orðið framleiðsla var tekið út. Breytingin er í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 18. júní 2021.
Einnig voru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni, allar breytingar má sjá í hornklofum í leyfinu.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 20. ágúst 2021 til og með 20. september 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. Fiskalóni
Starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. Fiskalóni breytt