Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Matorku ehf. Fellsmúla.

Matorka ehf. sótti um breytingu á starfsleyfi. Breytingin fólst í aukinni losunarheimild köfnunarefnis í frárennsli úr 20 kg/framleitt tonn af fiski í 60 kg/tonn lífmassaaukningar. Breytingin fól einnig í sér að tekin var burt heimild í starfsleyfi fyrir eldi á borra (beitarfiskur).Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að breyttu starfsleyfi opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 31. mars til og með 30. apríl 2021 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Engin umsögn barst um tillöguna.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, gildir til 4. desember 2030.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Starfsleyfi