Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt


Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. í Þorlákshöfn. Um er að ræða landeldi sem heimilar allt að 2.500 tonna lífmassa á hverjum tíma. 

Framkvæmdin fór í umhverfismat og var álit Skipulagsstofnuar birt þann 19. apríl 2021. Niðurstaða matsins var að helstu neikvæðu áhrif aukningarinnar yrðu vegna aukins magns lífrænna efna í frárennsli, áhrif á gunnvatn og ásýndaráhrif. Umhverfisstofnun telur að með þeim kröfum sem gerðar eru á rekstaraðila í tillögunni séu áhrif aukningarinnar takmörkuð er varða aukningu í magni lífrænna efna í frárennsli. Rekstaraðila mun vakta losun efna ásamt því að vakta viðtaka þannig að hægt verður að bregðast við ef vart verður við að losun sé farin að hafa áhrif.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 20. september 2021 til og með 19. október 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. Þorlákshöfn