Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Colas Ísland hf. Tillagan gerir ráð fyrir að heimild til að geyma í bikstöðinni við Óseyrarbraut 16 í Hafnarfirði allt að 8.500 m3 af biki (bitumen) og þar af í stærsta geymi allt að  3.700 m3. Einnig er geymsla efna á borð við viðloðunarefni, bikþeytu, lýsi, skipagasolíu og "white spirit", allt að 550 m3 samtals. Heimilt er að framleiða og afhenda bikbindiefni til vegagerðar og meðferð þeirra efna sem til þarf við framleiðsluna. Endurvinnsla verður heimil á bikþeytu (afgangsefni) í kerfi sem hitar bikþeytu upp þannig að eftir verði endurunnið bik sem er tilbúið til notkunar.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 26. janúar til og með 23. febrúar 2022. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merktar UST202008-201 og verða umsagnir sem berast á auglýsingatíma birtar við útgáfu nema annars sé óskað.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Starfsleyfistillaga
Mengunarvarnir og eftirlit