Stök frétt

Allt sem þú vissir ekki um losun Íslands og leiðir til þess að taka á henni! Loftslagsdagurinn 2022 fer fram í Hörpu og í beinu streymi þann 3. maí 2022. 

Beint streymi á loftslagsdagurinn.is

Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum. Þar koma saman margir af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli.

Á dagskrá verða yfir tuttugu spennandi erindi frá Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Orkustofnun, Hagstofunni, Landgræðslunni, Háskóla Íslands og fleiri aðilum.

Skoða dagskrá

Meðal annars verður fjallað um:

  • Losun Íslands
  • Neysludrifna losun
  • Innra kolefnisverð
  • Náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun
  • Orkuskipti

Í hádegishléi fer fram sýning á hlutverkaleiknum Garden of Choices sem spilaður er í sýndarveruleika. Leikurinn er hluti af verkefninu Astrid Loftslagsfræðsla sem er leitt af hönnunarfyrirtækinu Gagarín.

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál.

Takið tímann frá og sjáumst í Hörpu 3 maí!

Viðburðurinn á Facebook

Nánar á: loftslagsdagurinn.is