Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Norræna vatnaráðstefnan (Nordic WFD Conference) verður haldin á Hilton Reykjavik Nordica í Reykjavík dagana 30. ágúst til 1. september 2022.

Beint streymi: https://nordicwfd2022.vatn.is/live-stream/

Vatnaráðstefnan er samstarfsvettvangur fyrir norræna aðila sem sinna innleiðingu vatnatilskipunar (Water Framework Directive).

Markmið ráðstefnunnar er að deila reynslu og ræða um þær áskoranir sem felast í vatnaáætlun ríkjanna og verndun vatns, en Ísland staðfesti nýverið sína fyrstu vatnaáætlun.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar, 30. ágúst, er opinn öllum. Það er orðið fullt í sæti í sal en öll velkomin að fylgjast með í streymi.  

Dagskráin samanstendur af opnum fyrirlestrum og umræðum og fer fram á ensku.

Dagskrá: https://nordicwfd2022.vatn.is/programme/

 

Seinni tveir dagar ráðstefnunnar eru fyrir sérfræðinga í stjórnsýslu vatnamála.

Öll áhugasöm um málefni vatns eru hvött til þess að taka þátt. 

nordicwfd2022.vatn.is

Mynd: Markmið Norrænu vatnaráðstefnunnar er meðal annars að ræða verndun vatns / Unsplash.