Stök frétt

Skotvopnanámskeið 2023

Tvö vornámskeið verða fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi árið 2023. Fyrra námskeiðið verður haldið dagana 9. og 10. maí og það seinna 23. og 24. maí. Fyrirlestrar verða í beinu streymi á netinu en nemendur þreyta svo stafrænt krossapróf hjá SKOTVÍS/Prómennt í Reykjavík eða á fræðslumiðstöðvum um landið. Nánari upplýsingar um prófstaði og skotvelli fyrir verklega kennslu eru á skráningarsíðu Umhverfisstofnunar.

Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir veitingu skotvopnaréttinda, nauðsynlegan undirbúning og fyrirkomulag námskeiða má nálgast hér.

Veiðikortanám 2023

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) mun annast fræðslu fyrir veiðikortanám fyrir hönd Umhverfisstofnunar árið 2023. Námið mun fara fram í gegnum Skotveiðiskóla SKOTVÍS og opnar skólinn formlega 2. maí. Nemendur skrá sig og greiða fyrir námið á skráningarsíðu Umhverfisstofnunar og fá í kjölfarið sendan aðgangskóða að Skotveiðiskólanum. Nemendur velja sér svo próftíma hjá SKOTVÍS/Prómennt eða fræðslumiðstöðum á landsbyggðinni. 

Tengt efni
Skotvopna- og veiðinámskeið
Veiði