Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tækjaþon fór fram 13. og 14. október 2023.

Umhverfisstofnun sér um málstofu á ráðstefnunni Nordic Circular Summit sem fram fer í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023.

Málstofan fjallar um hvernig ríkið getur búið til vettvang fyrir ólíkra hagaðila að koma saman og vinna að skapandi lausnum. 

Saman gegn sóun hefur haldið þrjár hugmyndasmiðjur með góðum árangri. Í málstofunni fáum við sigurvegara úr hugmyndasmiðjunum til þess að deila reynslu sinni af nýsköpun og samstarfi ólíkra aðila um lausnir í hringrásarhagkerfinu.

Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, mun  ræða hlutverk ríkisins í að skapa vettvang fyrir skapandi samstarf við leit af lausnum.

Stjórnandi málstofunnar verður Rafn Helgason, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfisstofnun.

Málstofan fer fram á netinu frá kl. 10 - 11:15 miðvikudaginn 18. október (á ensku).

Öll velkomin - hlekkur hér: https://www.nordiccircularsummit.com/partner-sessions-18-october-1000-1115/cross-pollination-of-ideas-how-public-agencies-can-foster-creative-collaboration