Stök frétt

Eldgos hófst að nýju á Reykjanesskaga í gær, sunnudaginn 14. janúar 2024. 

Grindavíkurbær hefur verið án rafmagns síðan gosið hófst og eru því bæði SO2 gasmælir og svifryksmælir sem staðsettir eru í bænum óvirkir. 

SO2 gasmælar í Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ starfa allir eðlilega. Ekki hefur orðið vart við neina gasmengun af ráði í þeim sveitarfélögum síðan gos hófst.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is

Myndir teknar yfir Grindavík úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sunnudaginn 14. janúar / Almannavarnir.