Stök frétt

Mynd: Daniel F. Jonsson
Umhverfisstofnun auglýsir, samstarfi við landeigendur og sveitarfélag, áform um friðlýsingu þess hluta Fjaðrárgljúfurs sem í er landi Heiðar í Skaftárhreppi sem náttúruvætti í samræmi við 48. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að vernd jarðfræðilegrar fjölbreytni í samræmi við 3. gr. laga um náttúruvernd. Sérstaklega er litið til b- og c-liðar 3. gr. laga sem kveða á um að:

    b. að vernda jarðmyndanir sem eru sérstakar eða einstakar á lands- eða heimsvísu.
    c. að vernda vatnsfarvegi, fossa og stöðuvötn svo sem kostur er.

Frestur til að skila athugasemdum við áform um friðlýsingu er til og með 11. mars 2024.

Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með því að senda tölvupóst á ust@ust.is eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar og tengil á athugasemdagátt er að finna hér .