Stök frétt

Umhverfisstofnun, í samvinnu við landeigendur Heiðar og Skaftárhrepp leggur fram til kynningar tillögu að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs, að hluta, sem náttúruvættis. Tillagan er unnin af samstarfshóp um friðlýsinguna en í hópnum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Minjastofnunar, Skafárhrepps ásamt fulltrúa landeigenda.

Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna er til og með 28. apríl 2024. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar, s.s. tillögu að friðlýsingarskilmálum og tillögu að afmörkun er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.