Stök frétt

Í ágúst 2023 stóð Umhverfisstofnun fyrir ítarlegri rannsókn á dreifingu mengunar í jarðvegi sem og í yfirborðsvatni og grunnvatni á svæðinu. Rannsóknin var framkvæmd af Norwegian Geotechnical Institute (NGI). 


Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að PCB (sem er þrávirkt efni), blý, asbest og olíuefni eru til staðar í styrk langt umfram viðmiðunarmörk. Mengunin er staðbundin við svæðið í kringum rafsjástöðina og ruslahauginn við hana ásamt því að dreifast með grunn- og yfirborðsvatni til suðurs.

Áhætta á svæðinu

Áhættumat sem framkvæmt var í kjölfarið sýnir að þessi tilteknu efni eru í það miklu magni á svæðinu að þau skapa heilsufarshættu fyrir fólk og dýr. Umhverfisstofnun hefur látið reisa skilti þar sem fólk er beðið að gæta fyllstu varúðar við ferðir um svæðið.

Styrkur mengunar var það mikill í vatns og jarðvegssýnum að þörf er á frekari rannsóknum á þeim dýraafurðum sem eru á svæðinu og notaðar eru til neyslu. Umhverfisstofnun vinnur nú að undirbúningi á þeim rannsóknum sem og forvinnu að undirbúningi á hreinsunaraðgerðum til að draga úr áhrifum mengunar á mannfólk, dýr og náttúru.