Stök frétt

Vissir þú að hafið byrjar við öll niðurföll, líka þau sem eru inn á baðherberginu hjá okkur? En hvaða hlutir eiga heima í klósettinu og hverjir ekki?

Umhverfisstofnun tekur þátt í dagskrá Sjómannadagsins sunnudaginn 2. júní.

Við ætlum að bjóða gestum og gangandi að kíkja á klósettið hjá okkur. Við tökum á móti fólki á öllum aldri sem vill vita meira um hvernig við höldum sjónum við landið okkar hreinum og verndum hafið í sameiningu.

Í tjaldinu verður hægt að kíkja á klósettið, taka þátt í leik fyrir yngri kynslóðina, dansa við stuðlagið „Piss kúkur klósettpappír“  og spjalla um náttúruvernd.

  • Hvar: Í Hvítu tjöldunum fyrir framan Sjóminjasafnið í Reykjavík
  • Hvenær: Sunnudaginn 2. júní frá kl. 11 - 17
  • Hvað: Klósettstemning, leikur, stuð og fræðsla

Skoða dagskrá Sjómannadagsins 2024