Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu. 

Fundurinn fer fram mánudaginn 10. júní 2024 kl. 18:00. Upptaka af fundinum: http://ust.is/kynningarfundur-rjupa-10-jun

Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. 

Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt  Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð.

Nánar á ust.is/rjupa

Facebook viðburður