Stök frétt

Í samræmi við 9. gr reglugerðar nr. 1430/2022 um geymslu koldíoxíðs í jörðu skal Umhverfisstofnun gera umsóknir um leyfi aðgengilegar Eftirlitsstofnun EFTA innan mánaðar frá því að umsóknir berast. Jafnframt skulu drög að starfsleyfi gerð aðgengileg stofnuninni sem er heimilt að gefa út óbindandi álit á drögum að starfsleyfi.

ESA hefur nú gert álit sitt á drögum á starfsleyfi Carbfix hf. Hellisheiði opinbert. Umhverfisstofnun mun á næstu viku/mánuðum auglýsa drög að starfsleyfi Carbfix hf., Hellisheiði, á íslensku í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Tengill á álit ESA
Drög að starfsleyfi Carbfix hf. á ensku sem lá til grundvallar að áliti ESA