Stök frétt

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um meðferð notendaleyfisskyldra plöntuverndarvara og útrýmingarefna dagana 3. – 17. september 2024. Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu.

Námskeiðið er fyrir þau sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir:

  • Plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þar með talið garðaúðun
  • Útrýmingarefnum við eyðingu meindýra
  • Hvort tveggja af ofangreindu

Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að ljúka náminu þarf að standast próf í lok námskeiðsins.

Að námi loknu þurfa þau sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota notendaleyfisskyldar plöntuverndarvörur og/eða útrýmingarefni að sækja um notendaleyfi til Umhverfisstofnunar

Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2024.