Stök frétt

Afhending Jafnvægisvogarinnar 2024 þann 10. október í Háskóla Íslands / Mynd: Silla Páls/Mirror Rose

Umhverfisstofnun var á meðal 130 aðila sem hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórn. 

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnum.

Að verkefninu standa auk FKA, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Nánar á vef FKA

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri Umhverfisstofnunar, tók á móti viðurkenningunni / Mynd: Mirror Rose