Stök frétt

Rjúpnaveiðar hefjast föstudaginn 25. október næstkomandi og eru þær nú með nýju fyrirkomulagi samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun sem samþykkt var af ráðherra 11. september síðastliðinn. 

Nýtt fyrirkomulag

Stærsta breytingin frá síðustu árum er að nú hefur verið tekin upp svæðisbundin veiðistjórnun og því er veiðitímabilið mislangt eftir landshlutum. Það er á ábyrgð veiðimanna að kynna sér vel skiptingu í veiðisvæði en það er hægt að gera á veiðum með því að nota kortasjá Umhverfisstofnunar.

  • Opnið kortasjá í snjalltæki
  • Veljið þekju fyrir veiðisvæði
  • Virkið staðsetningu uppi í hægra horni

Með þessu móti er auðvelt að fylgjast með eigin staðsetningu með tilliti til marka veiðisvæða. Fyrir notendur staðsetningartækja eins og Garmin, þá er hér hægt að nálgast KLM skrá fyrir mörk veiðisvæða.

Skoða aðrar veiðireglur og dagatöl

Vængjasöfnun

Aldursgreining úr afla er lykilbreyta við útreikningi á stofnstærð. Það er því mjög mikilvægt að safna slíkum gögnum. Umhverfisstofnun biðlar til veiðimanna að leggja Náttúrufræðistofnun lið við söfnun rjúpnavængja.

Skoða leiðbeiningar um söfnun rjúpnavængja

Að lokum vill Umhverfisstofnun óska veiðimönnum góðs gengis á komandi veiðitímabili og hvetur þá til að ganga vel um landið og stunda hóflegar veiðar.