Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Þjónustustefna

Umhverfisstofnun leggur áherslu á að veita almenningi, fyrirtækjum og öllum samstarfsaðilum góða þjónustu. 

Við viljum afla bestu þekkingar og gagna, vanda ákvarðanatöku og mæta væntingum og þörfum þeirra sem við þjónustum. Við vinnum eftir skýrum og skilvirkum ferlum og vísum fyrirspurnum í réttan farveg. Við vinnum með öðrum stjórnvöldum að úrlausn mála. Við setjum þjónustu og upplýsingagjöf til fjölmiðla í forgang. 

Svona veitir starfsfólk Umhverfisstofnunar þjónustu: 

  • Við veitum þjónustu sem er til fyrirmyndar. 
  • Við sýnum frumkvæði að lausnum sem gera þjónustuna skilvirkari.  
  • Við miðlum upplýsingum til þess að einfalda og skýra umhverfismál.  
  • Við leysum er úr erindum eins fljótt og unnt er. 
  • Við setjum okkur í spor annarra, hlustum og leiðbeinum.  
  • Við beinum aðilum í átt að umhverfisvænni kostum og veitum styðjandi aðhald. 
  • Við leggjum áherslu á vinsamlegt og kurteist viðmót. 
Stefnan staðfest af yfirstjórn 4. september 2023.