Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Um lunda

Fræðiheiti:Fratercula arctica

Nytjar: Matbráð 

Eggjataka: Hefð fyrir eggjatöku háð hlunnindarétti 

Válisti Náttúrufræðistofnunar: CR - Tegund í bráðri hættu

Heimsválisti: VU - Vulnerable

Lundi (Fratercula arctica) er af svartfuglaætt (Alcidae) og ættkvísl lunda (Fratercula). 

Lundi er algengasti fugl landsins þó stofninn hafi dregist saman um meira en 50% frá árinu 1995 samkvæmt stofnvöktun Náttúrufræðistofnunar Suðurlands árið 2023.  

Lundi er farfugl sem hefur vetrarstöðvar úti á rúmsjó og kemur að landi í lok apríl eða byrjun maí til þess að verpa. Hann verpir í holur við strandlínu landsins, í eyjum og hólmum og fer svo aftur út á sjó í lok sumars þegar pysjan (ungi lundans) er orðin sjálfbjarga. Lundinn er auðþekkjanlegur á sumrin af skrautlegum gogg sínum, svörtu bakinu og hvítri bringunni.

Lundaveiðar hafa verið hluti af íslenskri menningu í aldaraðir. Lundi er aðallega veiddur með háfi en lítill hluti af veiðiafla hvers árs er skotinn. Ekki er sölubann á lunda og má finna lundakjöt á ýmsum veitingastöðum landsins.

Óhagstæðar umhverfisaðstæður vega þyngst í fækkun lundastofnsins en hlýskeið í Atlantshafi hefur valdið minna framboði af helstu fæðu hans. Veiðar hafa þó einnig stuðlað að ósjálfbærni stofnsins.

Meira um lunda á vef Náttúrufræðistofnunar