Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Hvar má veiða?

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem hafa lögheimili hér mega stunda veiðar samkvæmt lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Almennt eru veiðar leyfðar í þjóðlendum, í efnahagslögsögunni og í landhelginni utan netlaga eignarlanda.

Á eignarlöndum eru veiðar því háðar leyfi landeiganda.

Hreindýraveiðileyfi veitir öllum rétt til að stunda slíkar veiðar á hefðbundnum veiðisvæðum hreindýra, hvort sem er á þjóðlendum eða innan eignarlanda, nema landeigandi hafi bannað hreindýraveiðar innan þess.

Mikilvægt er að veiðimenn kynni sér þau svæði þar sem veiðar eru óheimilar fyrir sína veiðitegund.

Bannsvæði rjúpna- og refaveiða og veiðisvæði hreyndýra má sjá með því að smella á „gögn“ uppi í hægra horni kortasjánnar. Við refaveiðar skulu veiðimenn fylgja reglugerð 437/1995 um refa- og minkaveiðar með síðari breytingum, ásamt lögum 64/1994.

Veiðimenn skulu hafa gilt veiðikort ásamt veiðileyfi ef það er áskilið til veiðanna samkvæmt lögum 64/1994 eða reglum settum samkvæmt þeim.