Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Spurt og svarað

Veiðinámskeið

Umhverfisstofnun hefur sagt upp samningi við Ríkislögreglustjóra um framkvæmd skotvopnanáms. Umhverfisstofnun mun uppfæra síðuna "skotvopnanámskeið" til að vísa fólki rétta leið þegar næstu námskeið hafa verið ákveðin.
Nei það skiptir ekki máli í hvaða röð námskeiðin eru tekin. Þetta eru tvö aðskilin námskeið.
Ef þú vilt einungis fá skotvopnaleyfi til að stunda skotfimi en ekki stunda veiðar þarftu ekki að fara á veiðkortanámskeiðið.
Ríkislögreglustjóri hefur umsjón með skotvopnanámskeiðum.
Þegar þú hefur skráð þig á námskeið í gegnum skráningarsíðuna og gengið frá greiðslu, færðu lykilorð í tölvupósti sem veitir aðgang að Skotveiðiskóla Skotvís..
Í gegnum vefskólann lærirðu námsefnið á þínum hraða áður en þú ferð í próf.
Þú tekur svo stafrænt krossapróf með fartölvu eða snjalltæki á þeim próftökustað sem þú valdir þér í skráningarferlinu.
Já. Allir sem hyggjast stunda almennar skotveiðar á Íslandi á öðrum dýrum en sel og mink, þurfa veiðikort og þ.a.l. að fara á veiðikortanámskeið.
Þú þarf að ná 75% til að standast prófið.
Þú getur tekið upptökupróf í eitt skipti án þess að greiða aukalega fyrir.
Skráning í upptökupróf fer fram í gegnum skráningarsíðuna.
Nei, þú þarf ekki að sitja námskeiðið aftur. Ef annað námskeið er í millitíðinni, þá stendur þér til boða að hlýða aftur á fyrirlesturinn þér til upprifjunar.
Að jafnaði er hægt að taka upptökupróf í sal í Reykjavík og ákveðnum fræðslumiðstöðvum á landsbyggðinni á því tímabili sem námskeiðin eru í gangi.
Já. Hægt er að óska eftir lengri próftíma vegna lesblindu eða annarra námsörðuleika.
Nemendur sem hyggjast taka próf í Reykjavík hafa samband við Umhverfisstofnun.
Nemendur á landsbyggðinni hafa samband við þá fræðslumiðstöð sem þeir hyggjast taka prófið hjá.
Þú þarft að hafa með þér skilríki og fartölvu/snjallsíma/spjaldtölvu sem getur tengst interneti.
Gættu þess að hafa tækið fullhlaðið og taktu með hleðslutæki til öryggis.
Athugið að innskráning í próf er gerð með rafrænum skilríkjum.
Ef þú kemst ekki í bóklega prófið að einhverjum orsökum getur þú fundið annan tíma sem hentar á skráningarsíðunni.
Ef nemandi boðar ekki forföll í próf telst það fall.
Á skráningarsíðu skotvopna- og veiðikortanáms Umhverfisstofnunar er hægt að sjá yfirlit yfir próftökustaði og tímasetningar prófa. Þar getur þú valið tíma sem hentar og skráð þig í próf.

Veiðikort

Nú er hægt að hlaða niður rafrænu veiðikorti beint í snjallveskið í símanum í gegnum vef island.is eða með island.is appinu. Þeir sem hafa endurnýjað og greitt veiðikortið finna það undir "Skilríki".
Það þarf alltaf að skila inn veiðiskýrslu þó svo að ekkert sé veitt. Skýrslunni er þá skilað inn auðri. Skila þarf veiðiskýrslu inn fyrir 1. apríl svo ekki komi til sektar sem er 1500 kr. og erfist hún milli ára ef kortið er ekki tekið.
Nei, það þarf ekki að endurnýja kortið ef ekkert er haldið til veiða. Endurnýjun veiðikorts þarf þó að gerast innan tíu ára frá síðustu endurnýjun en eftir þann tíma þurfa menn að taka hæfnispróf verðandi veiðmanna til að fá veiðikort aftur. Þó að veiðikort sé ekki endurnýjað þarf að skila inn veiðiskýrslu fyrir 1. apríl því veiðikortið gildir frá 1.apríl til 31. mars ári síðar en veiðiskýrslan tekur til almanaksársins. Það er, ef þú ert með veiðikort 2021 gildir það frá 1.apríl 2021 eða þeim degi sem þú kaupir það eftir þann dag til 31.mars 2022.
Við endurnýjun veiðikorts þarf veiðimaður að skila inn veiðiskýrslu undangengins veiðiárs. Óheimilt er að endurnýja veiðikort nema veiðiskýrslu hafi verið skilað inn. Það er hægt að skila inn veiðiskýrslu og umsókn um veiðikort hér. Til að komast inn á skilavefinn notar þú annað hvort rafrænt skilríki eða íslykil sem þjóðskráin gefur út. Skjótvirkasta afgreiðsla veiðikorta fæst með því að óska einungis eftir rafrænu veiðikorti og greiða með greiðslukorti á vefnum en þá færð þú rafrænt veiðikort sent um hæl á netfangið þitt.
Þú ferð inn á skilavefinn á þitt svæði með íslykli eða rafrænu skilríki og smellir á „Sendu mér rafrænt veiðikort aftur“ og þú færð veiðikortið sent á netfangið þitt sem þú ert með skráð hjá okkur.