Námskeiðsgjöld

Veiðikortanámskeið: 23.000 kr.

Námskeiðsgjöldin eru greidd með greiðslukorti í umsóknarferlinu.  

Úr lögunum 

Samkvæmt 42. gr í gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar nr 206/2023. Hæfnispróf og veiðinámskeið fyrir veiðimenn. Umhverfisstofnun heldur hæfnispróf fyrir veiðimenn og veiðinámskeið til undirbúnings hæfnisprófa á fyrirfram auglýstum tíma skv. 11. gr. laga, nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 

Stofnunin innheimtir gjald vegna hæfnisprófa og námskeiða, sbr. 4. mgr. 11. gr. laganna, í samræmi við eftirfarandi: Gjaldið skal vera: a) kr. 12.200 prófgjald fyrir hæfnispróf á auglýstum próftíma; b) kr. 15.200 prófgjald fyrir hæfnispróf utan auglýstra próftíma að ósk viðkomandi einstaklings (einkapróf); c) kr. 23.000 fyrir veiðinámskeið til undirbúnings hæfnisprófi og hæfnispróf. Greiða skal gjald vegna hæfnisprófa eða námskeiða áður en námskeið er setið eða próf þreytt.

Skotvopnanámskeið

Verð: 34.500 kr.-