Veiðitímabil

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð sem ráðherra setur.  Hér að neðan eru gildandi veiðitímabil samkvæmt reglugerð og þeir fuglar sem ekki eru taldir upp hér að neðan því friðaðir. Veiðitílmabili tegundar kann að vera breytt með stuttum fyrirvara og ættu menn þvi að kynna sér hér hvaða veiðitímabil er í gildi hverju sinni.

Óheimilt er að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum. Óheimilt er að veiða fugla í sárum. Þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis.

Á ákveðnum svæðum sem eru friðuð skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd eru allar veiðar bannaðar.

Veiðar heimilar:

Allt árið

Frá 20. ágúst til og með 15. mars

Frá 1. september til og með 15. mars

*tímabundin breyting helsingja 2024- tímabili lýkur um land allt 25. september

Frá 15. apríl til og með 14. júlí

  • Kjói
    • Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp

Frá 1. september til og með 25. apríl

Rjúpnaveiðitímabil 2024

Önnur veiðitímabil

Frá 15. júlí til og með 15. september

  • Hreindýrstarfar (veitt eru sérstök leyfi til veiða á törfum)

Frá 1. ágúst til og með 20. september

  • Hreindýrskýr (veitt eru sérstök leyfi til veiða á kúm)

Frá 1. júlí til og með 15. ágúst

  • Háfaveiðar
    • Lundi
    • Álka
    • Langvía
    • Stuttnefja