Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vegvísir fyrir skráningarskyldu

Áður en heimilt er að setja efni á markað í ESB/EES þurfa þau að vera skráð hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Í skráningu felst að skjalfesta eiginleika efnanna og sýna hvernig hægt er að meðhöndla þau á öruggan hátt fyrir heilsu og umhverfi.

Vegvísinum hér að neðan er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum efnavara á Íslandi að meta hvernig þeir standa gagnvart skráningarskyldu REACH. Athugaðu að hann segir ekki til um aðrar skyldur skv. REACH né heldur skyldur skv. öðrum reglugerðum sem settar eru á forsendum efnalaga.