Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Merking

  • Merkingar snyrtivara skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Á merkimiða skal koma fram: 
    • Nafn og heimilisfang ábyrgðaraðila. 
    • Upprunaland ef um innflutta snyrtivöru er að ræða frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
    • Magn við pökkun (þyngd eða rúmmál).
    • Geymsluþol vöru: Dagsetning fyrir lágmarksgeymsluþol á eftir tákninu hér til hliðar eða á eftir orðunum „Best fyrir“ (tilgreina skal mánuð og ár eða dag, mánuð og ár).
    • Upplýsingar um dagsetningu fyrir lágmarksgeymsluþol eru ekki skyldubundnar á vöru ef það er meira en 30 mánuðir. Ef opnun umbúða hefur hins vegar áhrif á geymsluþolið skal táknið hér til hliðar vera á umbúðum (fjölda mánaða eða ára skal setja inn í eða við táknið).
    • Notkunarskilyrði og varnarorð samkvæmt III. viðauka reglugerðar EB á íslensku (sjá nánar flipa um innihaldsefni á þessari síðu). Dæmi um þetta eru varúðarráðstafanir sem gera skal við notkun og viðvörunarmerking vegna efna sem geta verið ofnæmisvaldandi. Ef lesa skal leiðbeiningar á fylgiseðli skal setja táknið hér til hliðar á umbúðir.
    • Númer framleiðslulotu eða tilvísun sem gerir kleift að sanngreina vöruna.
    • Hlutverk snyrtivöru ef er ekki augljóst á söluumbúðum hennar.
    • Skrá yfir innihaldsefni, í lækkandi röð eftir hlutfalli í vöru. Ilmefni skulu nefnd ilmefni eða lyktarefni (parfume/perfume/aroma). Nota skal heiti efna samkvæmt INCI nafnakerfinu, sé það til, annars samkvæmt öðru viðurkenndu nafnakerfi. Öll innihaldsefni á formi nanóefna skulu tilgreind á umbúðum undir innihaldsefni.
  • Ekki skal nota orðalag, heiti, ímyndir eða önnur tákn sem gefa til kynna eiginleika sem snyrtivörur hafa ekki.
  • Fullyrðingar um að vara hafi ekki verið prófuð á dýrum er aðeins heimilt að birta ef ljóst er að hvorki framleiðandi né birgjar hafi látið framkvæma tilraunir á dýrum hvort sem er á fullunni vöru, frumgerð hennar eða neinum af innihaldsefnum hennar.

Upplýsingar sem eiga að koma fram á íláti og umbúðum snyrtivara eru taldar upp í 19. grein reglugerðar (ESB) nr. 1223/2009.