Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Í Mývatnssveit

Gengið með landvörðum sumarið 2024 - Frítt að taka þátt

Fræðslutímabil landvarða í Mývatnssveit: 15. júní - 20. ágúst

Dimmuborgir, daglega kl. 10:00

Landverðir bjóða gestum í létta göngu um hinar einstöku hraunmyndanir Dimmuborga. Gestir fræðast um myndun borganna, lífríki svæðisins og rekast kannski á helli Þvörusleikis ef heppnin er með þeim.

Mæting: Við inngang Dimmuborga.
Lengd göngu: 1 klst.

Skútustaðir, daglega kl. 14:00

Létt ganga þar sem gestir fræðast um gervigígana og lífríki Mývatns.

Mæting: Gengið frá upphafi gönguleiðar við gestastofuna Gíg.
Lengd göngu: 1 klst. 

Kálfaströnd, daglega kl. 17:00

Í hinu friðsæla umhverfi Kálfastrandar fræða landverðir gesti um fuglalíf, nytjajurtir, vistkerfi og jarðmyndanir svæðisins.

Mæting: Við upplýsingaskilti á bílastæði Kálfastrandar.
Lengd göngu: 1 klst.


Afmælisfögnuður, 50 ár frá friðun Mývatns og Laxár- 22. júní

Hátíðardagskrá - https://www.facebook.com/events/1623879515095574

Fræðsluganga á alþjóðlegum degi landvarða 31. júlí

Gangan verður auglýst nánar síðar.

Fræðsluganga á degi íslenskrar náttúru 16. september

Gangan verður auglýst nánar síðar