Dyrhólaey

Dyrhólaey er 120m hár móbergsstapi sem hefur myndast í að minnsta kosti tveim gosum fyrir um 100.000 árum. 

Dyrhólaey var friðlýst árið 1978 af íslenska ríkinu vegna hinnar miklu náttúrufegurðar, fuglalífs og til að viðhalda þessum vinsæla viðkomustað ferðamanna. Stærð friðlandsins er 147,2 ha. Landvörður er með búsetu á svæðinu allt árið um kring og sér um innviði, verndun náttúrunnar og fræðslu til gesta.