Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Pollengi og Tunguey

Pollengi og Tunguey voru friðlýst árið 1994. Markmið friðlýsingarinnar var að vernda votlendi og fuglalíf. Svæðið einkennist af flæðiengi að hluta en stór hluti þess er alveg undir vatni.  Ekki er göngufæri í eyju, nema á ís. Fuglasvæði. 

Stærð friðlandsins er 657,5 ha. 

Um friðlandið gilda þessar reglur: 

  • Ekki má breyta landslagi á svæðinu. Gildir það einnig um tjarnarbakka, vatnsfarvegi og vatnsborð.
  •  Mannvirkjagerð og jarðrask er háð leyfi [Umhverfisstofnunar]. 
  • Landeigendum er heimilt að halda við þeim skurðum sem þegar eru fyrir í friðlandinu. 
  • Fuglaveiðar eru bannaðar í friðlandinu. 
  • Friðlandið má nytja á sama hátt og tíðkast hefur, það er til slægna, beitar og fiskveiði. 
  • Umferð ökutækja, sem ekki tengist nytjum landeigenda, er óheimil. 
  • Gangandi mönnum er heimil för um friðlandið í lögmætum tilgangi enda sé góðrar umgengni gætt og varast að trufla búsmala og fuglalíf. 
  • [Umhverfisstofnun] setur nánari reglur um umferð ef þörf krefur.