Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stjórnunar- og verndaráætlanir í vinnslu

Í stjórnunar- og verndaráætlunum friðlýstra svæða er meðal annars fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að svæðinu, stígagerð og uppbyggingu þjónustumannvirkja. 

Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd ber Umhverfisstofnun m.a. ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. 

Umhverfisstofnun vinnur nú að stjórnunar- og verndaráætlunum fyrir nokkur svæði og gefst almenningi kostur á að fylgjast með vinnunni og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum.