Lundi

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun lunda fer nú fram. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og hagsmunaaðila. 

Vinustofa vorið 2023

Vorið 2023 komu hagsmunaaðilar saman í tveggja daga vinnustofu sem leidd var af Dr. Fred A Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og líkanagerð. Markmið vinnustofunnar var að hefja verkefnið, móta sameiginlega sýn hagsmunaaðila og tilgreina helstu stefnumótandi þætti.  Einnig hóf hópurinn vinnu við að greina mögulegar verndar- og veiðistjórnunaraðgerðir. 

Hér má finna samantekt úr vinnustofunni og þeirri vinnu sem farið hefur fram við verkefnið síðustu mánuði.