Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Haldinn verður opinn kynningarfundur um málið þann 14. desember nk., kl. 17, hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24 (5. hæð).

Samkvæmt tillögunni verður Gámaþjónustunni heimilt að taka á móti allt að 100 þúsund tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, böggunar, pökkunar, geymslu og endurnýtingar. Samkvæmt tillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu sextán ára.

Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu Ráðhúss Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, Hafnarfirði, til 21. janúar 2011. Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 21. janúar 2011.