Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Hlaðbær-Colas
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas hf. í Hafnarfirði. 

Rétt er að gera örlitla grein fyrir forsögu þessa máls. Umhverfisstofnun hefur haft það til skoðunar undanfarin misseri hvort að stöðvar sem geyma bik teljist vera olíubirgðastöðvar og ættu þar af leiðandi að sækja um starfsleyfi sem slíkar. Niðurstaðan var sú að svo væri, samanber skilgreiningu á olíu sem fram kemur í reglugerð nr. 35/1994, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Þó er að mati stofnunarinnar minni mengunarhætta af slíkri stöð en af venjulegri olíubirgðastöð. Vegna þessa lagði Umhverfisstofnun fram tillögu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að reglugerð yrði breytt vegna þessara stöðva og þær settar í 4. eftirlitsflokk sem þýðir að nægjanlegt er að fara í eftirlitsferðir í þær annað hvert ár. Breyting var gerð á reglugerðinni í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar (reglugerð nr. 1288/2012). Í framhaldi af reglugerðarbreytingunni sótti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. um starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð sína. 

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar á tímabilinu 3. október til 28. nóvember 2014. 

Frestur til að gera athugasemdir um starfsleyfistillöguna er til 28. nóvember 2014.

Tengd gögn