Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Fjarðalax ehf. hefur leitað til Umhverfisstofnunar og óskað eftir því að starfsleyfi sem gefið var út þann 29. febrúar 2012 vegna fiskeldis fyrirtækisins í Fossfirði, verði breytt. Breytingin sem óskað er eftir varðar að í núverandi starfsleyfi eru mörk framleiðsu á laxi 1.500 tonn á ári, en vegna eldisaðferða rekstraraðila og þess að hvert eldissvæði er hvílt þriðja hvert ár óskar Fjarðalax eftir breytingu á starfsleyfinu sem geri ráð fyrir að heimild sé til þess að framleiða 4.500 á þriggja ára tímabili. 

Fjarðalax ehf. hefur leitað til Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis fyrirtækisins í Fossfirði. Fyrirtækið óskar eftir því að fá breytingu á starfsleyfi sem var gefið út fyrir þessa starfsemi þann 29. febrúar 2012. Breytingin sem óskað var eftir kemur til af því að starfsleyfis setur mörk á framleiðslu fyrir allt að 1.500 tonnum árlega af laxi, en þess í stað óskar Fjarðalax eftir starfsleyfi sem geri ráð fyrir heimild til þess að framleiða 4.500 á þriggja ára tímabili. 

Í umfjöllun málsins hefur m.a. verið vitnað í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu frá 5. maí 2011. Þar kemur fram að Skipulagsstofnunar miðaði við meðalframleiðslu en ekki hámarksframleiðslu. Þegar starfsleyfið var gefið út miðaði Umhverfisstofnun við að heimildin félli að ákvæðum reglugerða nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og nr. 786/1999, um mengunarvarnaeftirlit og setti því heimildina fram með tilliti til reglugerðartextans. Fjarðalax andmælti ekki því fyrirkomulagi á sínum tíma en telur nú að um mistök hafi verið að ræða. 

Umhverfisstofnun hefur fallist á að leggja fram breytingartillögu og auglýsir hana hér með á sama hátt og þegar auglýst er ný tillaga að starfsleyfi. Ekki er áformað að breytingin hafi í för með sér endurskoðun á skilyrðum starfsleyfisins. Áformað er að bæta við heimildarákvæðið ákvæði um hámarkslífmassa á hverjum tíma, sem samræmist einnig áðurnefndri umfjöllun Skipulagsstofnunar. 

Tillagan er auglýst á tímabilinu 17. nóvember 2014 til 12. janúar 2015 og frestur til að gera athugasemdir er því til 12. janúar 2015.