Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði. Breytingin felur í sér að rekstraraðili fær heimild til notkun á koparnótum. Breytingin tekur mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 14. janúar 2021.

Umhverfisstofnun bendir jafnframt á að kopar verður vaktaður í umhverfi kvíanna og ef talið er að uppsöfnun eigi sér stað samkvæmt þeim mælingum er hægt að endurskoða heimildina.
Ein athugasemd barst frá Icelandic Wildlife Fund vegna tillögunnar á auglýsingatíma og ein frá Landvernd eftir að auglýsingatíma lauk. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starfsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði, breytt
Umsögn Icelandic Wildlife Fund
Umsögn Landverndar