Gæðastefna

Vottað gæðakerfi

Umhverfisstofnun er með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðli, sem er alþjóðlegur gæðastjórnunarstaðall. Staðallinn gerir kröfur á gæðastjórnunarkerfið og er öflugt verkfæri til að tryggja stöðugar umbætur. Umhverfisstofnun er jafnframt vottuð samkvæmt ISO 14001, sem er umhverfisgæðastaðall og með jafnlaunavottun ÍST 85. 

Tilgangur gæðakerfis: 

  • Tryggja samræmt verklag og vinnubrögð 
  • Unnið sé samkvæmt sem lögum og reglum 
  • Stuðla að stöðugum umbótum  
  • Unnið sé með frávik á markvissan hátt og úrbætur tryggðar 

Umhverfisstofnun vinnur að stöðugum umbótum á starfsemi sinni til að vera leiðandi í gæðamálum og tryggja gæði þjónustunnar. Verkefni Umhverfisstofnunar eru bæði mjög fjölbreytt og viðamikil  og leggur stofnunin ríka áherslu á vönduð og ábyrg vinnubrögð.  Gæðastjórnunarkerfið veitir bæði aðhald og stuðning. Jafnframt er kerfinu ætlað að tryggja bætta þjónustu Umhverfisstofnunar við almenning, fyrirtæki og stofnanir. 

Helstu hlutverk og verkefni stofnunarinnar sem gæðakerfið nær til eru: 

  • umsjón friðlýstra svæða (annarra en Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs) 
  • stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum og lífríkisvernd 
  • losunarbókhald Íslands vegna skuldbindinga í loftslagsmálum 
  • mengunarvarnir – útgáfu leyfa og eftirlit 
  • umsagnir vegna mats á umhverfisáhrifum og skipulags 
  • efnamál – vernd heilsu og umhverfis 
  • innleiðingu hringrásarhagkerfis og græns lífsstíls 
  • stjórnun vatnamála 
  • viðbragð í bráðamengun hafsins 
  • hollustuhættir 
Stefnan staðfest af yfirstjórn 4. september 2023.